Logo

Félagið okkar

Verkstjórafélag Vestmannaeyja (Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja) var stofnað 24. apríl 1946 og voru stofnfélagar 6 talsins.  Félagið gekk í verkstjórasambandið 11. júní sama ár. Saga félagins okkar er stór og nauðsynlegt að þau sem stýra félaginu hverju sinni horfi í baksýnisspegilinn um leið og mörkuð er leið til framtíðar.

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja er stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmunni fólks í stjórnendastöðu og sjálfstætt starfandi einyrkja. Markmið er að tryggja sanngjörn réttindi og velferð félagsmanna, og skapa sterkt samfélag stjórnenda. Með því að sameina krafta félagsmanna getum við miðlað þekkingu, deilt reynslu og stutt við þróun atvinnulífsins á svæðinu. Við leggjum áherslu á að tryggja að félagsmenn fái fullnægjandi réttindi og þjónustu, hvort sem það er varðandi laun, vinnuumhverfi eða faglegan stuðning.

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja er kjölfestan í stuðningskerfi fyrir þá sem vilja efla stjórnunarhæfni sína, vera í takt við nýjustu strauma í atvinnulífinu og þróa sig áfram í sjálfstæðum rekstri. Við erum stolt af okkar hlutverki að vera málsvari stjórnenda og einyrkja.

Stjórn félagsins

Hreiðar Örn Zoega Stefánsson

(Formaður)

Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir

(Varaformaður)

Davíð Þór Óskarsson 

(Gjaldkeri)

Bjarni Rúnar Einarsson

(Ritari)