Logo

Verkstjóra

og stjórnendafélag Vestmannaeyja

Félagið okkar

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja

Verkstjórafélag Vestmannaeyja (Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja) var stofnað 24. apríl 1946 og voru stofnfélagar 6 talsins.  Félagið gekk í verkstjórasambandið 11. júní sama ár. Saga félagins okkar er stór og nauðsynlegt að þau sem stýra félaginu hverju sinni horfi í baksýnisspegilinn um leið og mörkuð er leið til framtíðar.

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja er stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmunni fólks í stjórnendastöðu og sjálfstætt starfandi einyrkja. Markmið er að tryggja sanngjörn réttindi og velferð félagsmanna, og skapa sterkt samfélag stjórnenda. Með því að sameina krafta félagsmanna getum við miðlað þekkingu, deilt reynslu og stutt við þróun atvinnulífsins á svæðinu. Við leggjum áherslu á að tryggja að félagsmenn fái fullnægjandi réttindi og þjónustu, hvort sem það er varðandi laun, vinnuumhverfi eða faglegan stuðning.

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja er kjölfestan í stuðningskerfi fyrir þá sem vilja efla stjórnunarhæfni sína, vera í takt við nýjustu strauma í atvinnulífinu og þróa sig áfram í sjálfstæðum rekstri. Við erum stolt af okkar hlutverki að vera málsvari stjórnenda og einyrkja.

Orlofshús um allt land

Verkstjóra og stjórnendafélag Vestmannaeyja á 1 bústað á Flúðum en félagsmenn hafa einnig aðgang að öllum hinum 27 orlofskostum STF. Þau eru í útleigu allan ársins hring. Húsin henta vel til að slappa af eða til að fara í skíðaferð yfir veturinn og eru af öllum stærðum og gerðum.

Fríðindi fyrir félagsmenn

Við stöndum vörð um velferð félagsmanna með öflugri launavernd, aðgangi að sjúkrasjóði, heilsutengdum styrkjum og menntastyrkjum. Félagið styður félagsmenn í gegnum lífið – bæði í starfi og utan þess.

Launavernd

Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdómum eða slysi á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).

Menntastyrkir

Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengt nám. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.

Heilsutengdir styrkir

Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð, þ.á.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðanir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.